Góðir gestir á fundi Framsýnar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Andrea Ólafsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR og Kristján Bragason framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Kristján fjallaði um stöðu og framtíð sambandsins og sagði frá störfum nefndar sem vinnur að því að fara yfir skipulag og lög sambandsins. Miklar umræður urðu eftir framsögu Kristjáns enda hafa stjórnarmenn Framsýnar sterkar skoðanir á sambandinu, það er núverandi stefnu þess, starfsemi og hvert það eigi að stefna í framtíðinni. Andrea flutti fróðlegt erindi um þann mikla vanda sem blasir við mörgum heimilum í landinu. Líkt og Kristján fékk Andrea fjölmargar fyrirspurnir frá fundarmönnum sem eðlilega voru áhugasamir um stöðu heimilanna í landinu.

Andrea Ólafsdóttir formaður Hagsmunasamtaka atvinnulifsins flutti fróðlegt erindi á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs í gær.

Kristján Bragason framkvæmdastjóri SGS fór yfir núverandi stöðu og framtíð sambandsins.

Fundarmenn voru vel vakandi á fundinum í gær enda umræðuefnin mikilvæg fyrir verkafólk.

Ragnar Þór hlustar hér á ræðu Andreu. Ragnar er stjórnarmaður í VR og hefur verið duglegur að berjast fyrir betri kjörum félagsmanna.