Stjórn Framsýnar hefur borist kveðja frá athafnamanninum, Huang Nobu sem hefur til skoðunar að kaupa Grímsstaði á Fjöllum undir uppbyggingu í ferðaþjónustu. Framsýn skrifaði Huang Nobu nýlega bréf þar sem óskað var eftir fundi með honum varðandi framtíðarplön hans á Grímsstöðum enda gengju kaup hans á jörðinni eftir. Stjórnendur Framsýnar hafa nú fengið skilaboð frá Huang þar sem hann þakkar félaginu fyrir að vilja kynna sér þau áform sem hann hefur um uppbygginu á svæðinu. Í næstu ferð hans til Íslands verði unnið að því að koma á fundi með forystumönnum Framsýnar. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar fagnar viðbrögðum athafnamannsins Huang Nobu ekki síst þar sem félagið er ætið opið fyrir öllum góðum hugmyndum sem leitt geta til atvinnuuppbyggingar á svæðinu.