Framtíðarskipulagið áfram til umræðu

Þing Starfsgreinasambands Íslands fór fram fyrir helgina.  Þinginu var ekki slitið þar sem samþykkt var að boða til framhaldsþings næsta vor. Tíminn verður notaður til að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins en miklar deilur hafa verið innan sambandsins. Kjörinn var sjö manna starfshópur á þinginu til að vinna að málinu. Starfshópnum er ætlað að skila af sér í síðasta lagi í maí 2012. Við ákvörðun fulltrúa í starfshópinn var lögð áhersla á að velja formenn félaga sem endurspegla mismunandi sjónarmið og skoðanir um framtíð sambandsins. Meðal þeirra sem völdust í hópinn er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar.  Nokkrar góðar ályktanir voru samþykktar á fundinum sem hægt er að nálgast inn á heimasíðu sambandsins www.sgs.is. Þar eru einnig frekari fréttir af þinginu. Alls voru 5 fulltrúar frá Framsýn á þinginu.

Fulltrúar Framsýnar á fundinum, Aðalsteinn, Olga, Dómhildur, Agnes og Kristbjörg.

Um 130 fulltrúar frá 19 stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins tóku þátt í þinginu. Framhaldsþing verður haldið fyrir næsta vor.