Viltu komast á þing?

Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum föstudaginn 7. október og fram að hádegi á laugardeginum. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:15 á föstudeginum og komið aftur til Húsavíkur upp úr hádeginu á laugardeginum. Boðið verður upp á fullt fæði og gist verður í sumarhúsunum á Illugastöðum. Verði þingfulltrúar fyrir vinnutapi er það greitt af félaginu. 

Framsýn á rétt á 23 fulltrúum á þingið.  Nokkur þingsæti eru ennþá laus fyrir félagsmenn. Hafi félagsmenn áhuga á því að gefa kost á sér eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síðasta lagi næsta miðvikudag. Um er að ræða gefandi og skemmtileg þing fyrir alla þá sem áhuga hafa fyrir sínum málum.

Fulltrúar Framsýnar á síðasta þingi Alþýðusambands Norðurlands.