Nám í markaðssetning vöru og þjónustu

Háskólinn á Akureyri og fræðslusetrið Starfsmennt, sem Starfsmannafélag Húsavíkur er aðili að, bjóða í vetur upp á nám í markaðssetningu vöru og þjónustu.  Boðið verður upp á námið í fjarkennslu.

Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa við sölu- og markaðssetningu á vöru og þjónustu eða hafa brennandi áhuga á markaðsmálum fyrirtækja.
Markmið námsins er að auka skilning þátttakenda á hlutverki faglegs markaðsstarfs innan fyrirtækja og samfélags. Veitt er yfirsýn yfir fjölbreytileika markaðsstarfsins og mikilvægi stjórnunar þess. Inntak markaðsfræðinnar er kynnt, helstu grundvallarhugtök og kenningar sem fyrirtæki og samfélög nýta sér. Áhersla er á hagnýta nálgun, svo þátttakendur geti fært sér í nyt það sem farið er í, á sínum vinnustað. Unnin eru hópverkefni þar sem unnið er að hagnýtum lausnum í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Markaðsaðstæður á Íslandi eru kynntar.

Meðal efnis sem farið er í: Þjónustumarkaðsfræði, markaðssetningu á netinu, kynningarmál, samfélagslega ábyrga markaðssetningu.
Kennarar: Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor (hafdisb@unak.is) og Vera Kr. Vestmann Kristjánsdóttir, aðjúnkt (verak@unak.is) við Háskólann á Akureyri.

Kennslutilhögun: Námskeiðið er 36 kennslustundir. Kennt verður á miðvikudögum frá 14. september til 30. nóvember kl. 16:30-19:00. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, verkefnavinnu og umræðum. Nemendum gefst tækifæri til að eiga samskipti sín á milli og við kennara á innri vef háskólans (Moodle).

Verð: 72.000 kr.
Skráning: Til 1. september.
Nánari upplýsingar hér