Viðræðum haldið áfram í næstu vikum

Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambands Íslands funduðu í gær með fulltrúum Bændasamtaka Íslands vegna kjarasamnings aðila fyrir landbúnaðarverkamenn.  Um var að ræða sáttafund undir stjórn Ríkissáttasemjara. Eftir fundinn í gær var ákveðið að halda viðræðum áfram. Næsti fundur var ekki ákveðinn en samþykkt var að setja á stað ákveðna vinnu í málinu. Meðal annars stendur til að funda með ráðherrum viðskipta- og landbúnaðarmála. Frekari fréttir að framgangi mála munu birtast á heimasíðunni um leið og eitthvað gerist.