Eftir fund Framsýnar með Bændasamtökum Íslands hjá Ríkissáttasemjara í gær var samþykkt að fresta frekari viðræðum til 10. ágúst þar sem koma þarf nokkrum málum á hreint er snerta frekari viðræður. Bændasamtökin hafa þó samþykkt að mánaðarlaun landbúnaðarverkamanna hækki um kr. 12.000 frá og með 1. júní 2011. Það er með sambærilegum hætti og laun samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar tóku frá þeim tíma.