Framsýn vísar kjaradeilu við Bændasamtökin til Ríkissáttasemjara

Samninganefnd Framsýnar- stéttarfélags hefur samþykkt að vísa kjaradeilu félagsins og Bændasamtaka Íslands vegna landbúnaðarverkamanna til sáttameðferðar hjá Ríkissáttasemjara. Þess er vænst að sáttasemjari boði deiluaðila sem fyrst til fundar, ekki síst þar sem kjarasamningar hafa verið lausir í tæpa sjö mánuði. Fulltrúar Framsýnar munu fara yfir deiluna með Ríkissáttasemjara á morgun.