Sumargleði á Raufarhöfn

Framsýn- stéttarfélag í samstarfi við Kaffi Ljósfang býður íbúum Raufarhafnar og nærsveita í kaffi föstudaginn 3. júní frá kl. 16:00-18:00 í tilefni af sjómannadeginum. Boðið verður upp á heimsins besta kaffi og tertu frá Heimabakaríi. Allir eru velkomnir. Framsýn- stéttarfélag

Fjölmargir íbúar á Raufarhöfn komu í kaffi á vegum Framsýnar á síðasta ári.