Verslunar- og skrifstofufólk samþykkir kjarasamning

Félagsmenn í deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar samþykktu kjarasamning Landssambands ísl. verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag.  Nýr kjarasamningur tekur gildi frá 1. júní og er hægt nálgast helstu upplýsingar um samninginn hér á heimasíðunni.

Á kjörskrá voru 228, atkvæði greiddu 38 eða 16,67% og skiptast atkvæðin þannig:

Já sögðu 29 eða 76,32%

Nei sögðu 8 eða 21,05%

Auðir/ógildir voru 1 eða 2,63%