Nýgerður kjarasamningur til umræðu á Þórshöfn

Verkalýðsfélag Þórshafnar og Framsýn hafa unnið náið saman í þeim kjaraviðræðum sem staðið hafa yfir síðustu mánuðina við Samtök atvinnulífsins. Viðræðunum lauk svo loksins með samningi þann 10. maí. Formaður Framsýnar hefur síðustu tvo daga verið á Þórshöfn til að skýra samninginn út fyrir félagsmönnum VÞ auk þess sem gengið var endanlega frá sérkjarasamningi bræðslumanna á Þórshöfn. Bræðslumenn komu saman í  morgun þar sem þeir fóru yfir samninginn og greiddu auk þess atkvæði um hann. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni mun liggja fyrir um helgina.

Stefán er einn af þeim sem var í samninganefnd bræðslumanna. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir meðal  starfsmanna. Um helgina kemur í ljós hvort þeir samþykkja samninginn eða ekki.

 

Verkafólk á rétt á hærri launum!!! Steinfríður Alfreðsdóttir kom þeim skilaboðum á framfæri við Aðalstein formann Framsýnar sem gerði grein fyrir nýgerðum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og VÞ á félagsfundi sem haldinn var á Þórshöfn á miðvikudagskvöldið.

Menn veltu mikið fyrir sér samningnum á Þórshöfn.