Þingiðn boðar til kynningarfundar og afgreiðslu á kjarasamningi

Þingiðn boðar hér með til félagsfundar mánudaginn 16. maí kl. 20:30 í fundarsal félagsins að Garðarsbraut 26. Gestur fundarins verður Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar sem mun gera grein fyrir nýgerðum kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Hægt er að nálgast kynningarefni á heimasíðu Samiðnar, www.samidn.is. Þeim sem hafa ekki aðgengi að tölvum er velkomið að líta við á Skrifstofu stéttarfélaganna og nálgast viðeigandi gögn um kjarasamninginn.

 Dagskrá:

 1. Kynning á nýgerðum kjarasamningi
2. Önnur mál

Eftir fundinn hefst atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn sem stendur til mánudagsins 23. maí. Það þýður að menn geta kosið á fundinum eftir kynninguna.  Síðan verður opinn kjörstaður á Skrifstofu stéttarfélaganna til kl. 16:00 mánudaginn 23. maí 2011. Niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni liggur svo fyrir eftir lokun kjörstaðar 23. maí. 

Hér með er skorað á félagsmenn að mæta á fundinn og kynna sér innihald samningsins. Jafnframt eru þeir hvattir til að greiða atkvæði um samninginn.