Nú klukkan sex skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar undir kjarasamning fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningurinn mun taka gildi þann 1. júní næstkomandi og gilda til ársins 2013.
Samningurinn byggir þeim samningum sem gerðir hafa verið á vegum aðildarfélaga ASÍ auk viðauka sem byggir á sérkröfum Framsýnar og VÞ.
Þrátt fyrir háværar kröfur Framsýnar og VÞ um að lágmarkslaun hækki í kr. 200.000,- við undirritun þá þverneituðu fulltrúar SA að verða við því. Vegna óánægju með að þessari sanngjörnu kröfu hefði verið hafnað svo afdráttarlaust af SA ákváðu fulltrúar félaganna að hafna vöfflukaffi, sem hefð er fyrir að bjóða upp á við undirritun kjarasamninga í karphúsinu.
Nánar verður fjallað um innihald samningsins á heimasíðunni á morgun en samninganefnd félaganna er lögð af stað heim eftir samningaviðræður undanfarna daga.