Stefna til Færeyja

Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar, samtals 17 einstaklingar, stefna til Færeyja 20. – 23. maí. Um er að ræða fjögra daga náms- og kynnisferð til Verkamannasambands Færeyja. Í Færeyjum munu forystumenn Verkamannasambandsins fræða Þingeyingana um réttindamál verkafólks í Færeyjum, starfsmenntun og lífeyrissjóðsmál. Fulltrúar Framsýnar fara á eigin vegum og bera því kostnaðinn af ferðinni sjálfir.

Það er víða fallegt í Færeyjum. Fulltrúar Framsýnar verða þar á ferð í maí. Ekki til að skoða náttúruna heldur til að kynna sér málefni verkafólks