Ársfundur Stapa í næstu viku

Ársfundur Stapa, lífeyrissjóðs verður haldinn í Skjólbrekku 12. maí kl. 14:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir eru á fundum aðildarfélaga sjóðsins. Framsýn vill hér með skora á sjóðfélaga að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um málefni sjóðsins. Hægt er að nálgast gögn varðandi fundinn á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is