Eftirlit með vinnustaðaskírteinum

Nú eiga allir aðilar sem starfa við byggingastarfsemi, mannvirkjagerð, rekstur gististaða og veitingarekstur að vera búnir að taka upp vinnustaðaskírteini.  Á næstu dögum og vikum mun eftirlitsfulltrúi fara á vinnustaði og kanna notkun vinnustaðaskírteina.

Í lögum um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum er kveðið á um dagsektir ef eftirlitsfulltrúum er neitað um aðgengi að vinnustöðum atvinnurekanda eða ef atvinnurekandi eða starfsmenn hans bera ekki vinnustaðaskírteini á sér við störf sín.  Í þeim tilfellum geta eftirlitsfulltrúar tilkynnt um það til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun getur krafist þess að atvinnurekandi bæti úr annmörkunum að viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið allt að 100.000 krónum hvern dag.

Nánari upplýsingar um vinnustaðaskírteini má vinna á heimasíðunni www.skirteini.is