Forsetahjónin og RÚV á Húsavík 1. maí

Margt verður um góða gesti á 1. maí hátíðarhöldunum á Húsavík.  Í tilefni þess að þann 14. apríl síðastliðinn voru 100 ár liðin frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur verður hátíðin enn veglegri en verið hefur undanfarin ár.  Meðal gesta sem heiðra Þingeyinga með nærveru sinni á 1. maí verða forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff en forsetinn mun auk þess flytja ávarp á hátíðinni.  Það er mikill heiður fyrir Þingeyinga að fá svo góða gesti í heimsókn til að fagna þessum merku tímamótum.  Fulltrúar frá Ríkissjónvarpinu hafa einnig boðað komu sína á Húsavík á sunnudaginn til að fjalla um hátíðina.

Dagskrá hátíðarinnar