Gengið frá kjöri fulltrúa Framsýnar á ársfund Stapa

Á aðalfundi Framsýnar, stéttarfélags þann 31. mars 2011 var gengið frá kjöri á fulltrúum félagsins á ársfund Stapa, lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Mývatnssveit 12. maí kl.14:00, nánar tiltekið í Skólbrekku. Alls eru 2250 félagsmenn innan Framsýnar og því á félagið rétt á 11 fulltrúum á ársfundinn samkvæmt samþykktum Stapa. 

Eftirtaldir voru kjörnir fulltrúar félagsins á ársfundinn:
Aðalsteinn Á. Baldursson, Kristbjörg Sigurðardóttir, Snæbjörn Sigurðarson, Olga Gísladóttir, Torfi Aðalsteinsson, Guðný Grímsdóttir, Agnes Einarsdóttir, Sigrún Arngrímsdóttir, María Jónsdóttir, Sævar Guðbrandsson og Þórir Stefánsson.

Til vara: 
Jakob Gunnar Hjaltalín,  Dómhildur Antonsdóttir, Kristrún Sigtryggsdóttir, Svava Árnadóttir, Páll Helgason, Ósk Helgadóttir, Gunnþórunn Þórgrímsdóttir, Jónína Hermannsdóttir, Þráinn Þráinsson, Einar Friðbergsson og Þorsteinn Ragnarsson.

Rétt er að taka fram að aðalfundurinn er opinn sjóðsfélögum og eru þeir því velkomnir á fundinn.