Brim hf. upp í fyrsta sætið og Vinnumálastofnun niður

Meðfylgjandi er nokkuð forvitnilegur listi. Útgerðarfyrirtækið Brim hf. er nú orðinn mikilvægasti greiðandinn til Framsýnar og hefur náð fyrsta sætinu af GPG-Fiskverkun sem þar var áður árið 2009. Brim hf. greiddi samtals 6.322.731,- í iðgjöld til félagsins árið 2010.

Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og iðgjöld fyrirtækisins í sjóði Framsýnar. Þrír efstu launagreiðendurnir skera sig nokkuð úr varðandi greiðslur til félagsins.  Þá er það gleðilegt að Vinnumálastofnun sem var í fimmta sæti í fyrra hefur fallið út af topp 10 listanum en frá Vinnumálastofnun berast greiðslur af atvinnuleysisbótum. Brim hf. rekur eitt fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar sem er Laugafiskur í Reykjadal. Þá er hópur sjómanna á skipum fyrirtækisins farnir að greiða félagsgjöld til Framsýnar sem skýrir það að Brim hf. er nú orðinn stærsti greiðandinn til Framsýnar.

 Listinn góði:

Brim hf.
G.P.G. fiskverkun
Norðurþing
Norðlenska matarborðið ehf.
Ríkissjóður Íslands
Vísir hf.
Hvammur, heimili aldraðra
Þingeyjarsveit
Jarðboranir hf.
Eimskip Íslands ehf.

Guðný Grímsdóttir trúnaðarmaður starfsmanna í Laugafiski í Reykjadal sem er í eigu Brims hf. er hér ásamt nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins.

Heiðar Valur og Gunnþór bíða átekta um borð í Guðmundi í Nesi RE. Aðrar myndir hér að neðan eru einnig teknar um borð í Guðmundi sem er í eigu Brims hf.

Stefán Hallgríms sker hér hákarl svo menn svelti ekki um borð eða þannig.

Einar Arnarson og félagi hans eru fallegustu mennirnir um borð.

Jóel Þórðar skipstjóri fer hér yfir málið með einum úr áhöfn skipsins.