Alls greiddu 2040 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2010 en greiðandi félagar voru 1962 árið 2009. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 210, það eru aldraðir og öryrkjar. Þá má geta þess að 327 launagreiðendur greiddu til félagsins á síðasta ári og fjölgaði þeim um 30 milli ára.
Félagsmenn þann 1. janúar 2011 voru því samtals 2250 en voru árið áður 2169 og raðast þannig eftir starfsgreinum:
Fullgildir | Gjaldfrjálsir | Samtals | Hlutfall | |||
Almennt svið | 234 | 37 | 271 | 13,28% | ||
Matvælasvið | 386 | 19 | 405 | 19,85% | ||
Þjónustusvið | 393 | 21 | 414 | 20,29% | ||
Flutninga- og mannvirkjasvið | 198 | 19 | 217 | 10,64% | ||
Iðnaðarsvið | 46 | 17 | 63 | 3,09% | ||
Ríkis- og sveitarfélagasvið | 468 | 51 | 519 | 25,44% | ||
Sjómannadeild | 88 | 12 | 100 | 4,90% | ||
Verslunarmannadeild | 227 | 34 | 261 | 12,79% | ||
Samtals félagar | 2040 | 210 | 2250 | |||
Vinsamlegast takið töflunni með fyrirvara þar sem erfitt er að greina félagsmenn fullkomlega eftir starfsgreinum og því gætu verið smá skekkjur í töflunni.
Skilgreining: (Almennt svið)
Almennir starfsmenn eru þeir sem starfa m.a. við ræstingar í fyrirtækjum og stofnunum og hjá fyrirtækjum eins og Jarðborunum, Fatahreinsun Húsavíkur, Meðferðarheimilinu Árbót, sumarbúðum, Landsvirkjun, olíufélögum, Ölgerðinni og Bílaþjónustunni.