Undirbúningur vegna aðalfundarins í fullum gangi

Aðalfundur Framsýnar fer fram næsta fimmtudag kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Undirbúningur vegna fundarins er í fullum gangi. Meðal annars þarf að ganga frá skýrslum, ársreikningum og tillögum fyrir fundinn. Í lok fundarins verður síðan boðið upp á kaffiveitingar og smá glaðning.