Renniblíða á Reykjaheiðinni

Hópur skíðagöngufólks lagði leið sína upp á Reykjaheiði í morgun til að ganga þar um á nýtroðnum göngubrautum í veðurblíðunni.  Meðal þeirra sem þeystu um brautirnar voru krakkar úr yngstu bekkjum Borgarhólsskóla sem fengu leiðsögn í skíðagöngu og léku sér þess á milli í stórfiskaleik á skíðunum.  Reynslumeiri skíðagöngugarpar tóku nokkra hringi um svæðið á meðan aðrir nutu útsýnisins og fegurðarinnar sem heiðin býður upp á.

 Aðstaðan á heiðinni var með besta móti í morgun og göngufólkið naut veðurblíðunnar til hins ýtrasta.