Formaður Framsýnar Aðalsteinn Á. Baldursson, fór í brjáluðu veðri til Þórshafnar í gær til að funda með starfsmönnum bræðslunnar og þá kom hann einnig við hjá starfsmönnum á Naustinu sem er hjúkrunarheimili. Fundirnir gengu vel. Þá hefur undanfarið staðið yfir á Þórshöfn trúnaðarmannanámskeið og fengu trúnaðarmennirnir leiðsögn Aðalsteins í gær er varðar réttindi og skyldur verkafólks á vinnumarkaði en námskeiðinu lauk í gær. Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur staðið sig vel í að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn og var námskeiðið liður í þeirri fræðslu sem þeir eiga rétt á samkvæmt ákvæðum kjarasamninga.
Trúnaðarmenn á Þórshöfn hafa síðustu daga setið á trúnaðarmannanámskeiði.Svona var ástandið í gær þegar fulltrúi Framsýnar fór austur á Þórshöfn. Brjálað verður og skyggnið nánast ekki neitt.