Fulltrúar Framsýnar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Þórshafnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í gær um sérmál félagsmanna. Fundurinn gekk vel og var ákveðið að halda viðræðum áfram eftir helgina. Fundurinn fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara.
Arnar Sigurmundsson og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins eru hér ásamt þeim Aðalsteini formanni Framsýnar og Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýsfélags Akraness að fara yfir sérkröfur félaganna.