Starfsfólki HÞ boðið upp á kynningu

Réttur til atvinnuleysisbóta!

Vegna þeirra uppsagna og skerðinga á starfshlutfalli sem nokkrir starfsmenn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa orðið fyrir, hafa stéttarfélögin fengið Soffíu Gísladóttur forstöðumann Vinnumálastofnunar á N-eystra til að sitja fyrir svörum í fundarsal félaganna að Garðarsbraut 26, miðvikudaginn 2. mars á tímabilinu kl. 15:00 til 16:00.
Þeir starfsmenn HÞ sem það vilja eru velkomnir á þessum tíma til að fræðast um sína stöðu varðandi rétt til atvinnuleysisbóta og hvað þeim er fyrir bestu.

Vinsamlegast hafið samband við Skrifstofu stéttar-félaganna ef frekari upplýsinga er þörf.

Framsýn- stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur

Gamla myndin. Þessi mynd er tekin fyrir mörgum árum af útifundi sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunnar Þingeyinga stóð fyrir. Sjá má núverandi formann Framsýnar vera að tala yfir hópnum í góðu veðri. Ingibjörg á Degi tók myndina.