BSRB átelur launahækkun dómara

Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun í tilefni af ákvörðun kjararáðs um tímabundið álag á laun til dómara:

BSRB átelur ákvörðun kjararáðs um sérstakt tímabundið álag á laun til hæstaréttardómara og dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Starf dómara er mikilvægt og engum vafa er undirorpið að mikið álag hefur verið á þeim í kjölfar efnahagshrunsins. Það á hins vegar við um fjölmargar aðrar stéttir. Við mikinn niðurskurð til almannaþjónustunnar hefur álagið á starfsmenn hennar aukist verulega, jafnhliða auknum verkefnum með brýnni þörf og færri starfsmönnum. Ákvörðunin hlýtur að slá tóninn í yfirstandandi kjaraviðræðum og þær stéttir sem búa við mikið álag hljóta að vænta sömu uppbótar. Það er ólíðandi að á meðan ríkisvaldið fæst ekki til að ganga frá kjarasamningum við starfsmenn sína skuli kjararáð hækka laun dómara.

Vinkonurnar úr Skagafirði, Guðrún og Ása eru hér á aðalfundi Starfsmannafélags Húsavíkur. Félagið er aðili að BSRB sem sá fulla ástæðu til að álykta um ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara