Formaður fundar með starfsmönnum Silfurstjörnunnar

Framsýn hefur boðað til fundar með starfsmönnum Silfurstjörnunnar í Öxarfirði næsta miðvikudag kl. 12:30 í kaffistofu fyrirtækisins. Þar mun formaður félagsins, Aðalsteinn Á. Baldursson fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Samtök atvinnulífsins og ræða jafnframt við starfsmenn um gildandi sérkjarasamning starfsmanna við fyrirtækið. Til stendur að halda fleiri vinnustaðafundi á vegum Framsýnar á næstu vikum um kjara- og atvinnumál. Þeir verða auglýstir nánar síðar.